Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 673  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024 og breytingartillögu á þingskjali 660.

Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (BLG).


Breytingar á sundurliðun 1:
     1.      Liðurinn 111.1.0 Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla lækki um 3.122,6 m.kr.
     2.      Liðurinn 111.3 Fjármagnstekjuskattur hækki um 15.000,0 m.kr.
     3.      Liðurinn 114.2.2.4 Kolefnisgjald hækki um 7.015,0 m.kr.

Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
08 Sveitarfélög og byggðamál
     4.      Við 08.10 Framlög til sveitarfélaga
a.     Rekstrartilfærslur
31.762,6 15.000,0 46.762,6
b.      Framlag úr ríkissjóði
31.762,6 15.000,0 46.762,6
09 Almanna- og réttaröryggi
     5.      Við 09.10 Löggæsla
a.     Rekstrarframlög
23.000,3 1.000,0 24.000,3
b.      Framlag úr ríkissjóði
24.521,1 1.000,0 25.521,1
     6.      Við 09.30 Ákæruvald og réttarvarsla
06 Dómsmálaráðuneyti
a.     Rekstrarframlög
1.800,6 420,0 2.220,6
b.      Framlag úr ríkissjóði
1.809,9 420,0 2.229,9
10 Rétt. einstakl., trúmál og stjórnsýsla dómsmála
     7.      Við 10.20 Trúmál
a.     Rekstrartilfærslur
7.447,9 -7.447,9 0,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
8.947,6 -7.447,9 1.499,7
     8.      Við 21. tölul. á þskj. 660 (10.40 Stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis). B-liður orðist svo:
b.     Rekstrartilfærslur
89,1 -0,8 88,3
11 Samgöngu- og fjarskiptamál
     9.      Við 11.10 Samgöngur
a.     Rekstrarframlög
14.523,0 3.000,0 17.523,0
b.     Fjárfestingarframlög
31.007,4 3.000,0 34.007,4
c.      Framlag úr ríkissjóði
50.141,5 6.000,0 56.141,5
     10.      29. tölul. á þskj. 660 (14.10 Ferðaþjónusta) falli brott.
16 Markaðseftirlit og neytendamál
     11.      Við 16.10 Markaðseftirlit og neytendamál
16 Menningar- og viðskiptaráðuneyti
a.     Rekstrarframlög
741,9 420,0 1.161,9
b.      Framlag úr ríkissjóði
763,0 420,0 1.183,0
17 Umhverfismál
     12.      Við 17.50 Stjórnsýsla umhverfismála
a.     Rekstrarframlög
4.619,9 800,0 5.419,9
b.      Framlag úr ríkissjóði
5.630,2 800,0 6.430,2
     13.      Við 35. tölul. á þskj. 660 (17.50 Stjórnsýsla umhverfismála). B-liður orðist svo:
b.     Rekstrartilfærslur
1.201,8 1.499,2 2.701,0
     14.      Við 38. tölul. á þskj. 660 (18.30 Menningarsjóðir, 16 Menningar- og viðskiptaráðuneyti). B-liður orðist svo:
b.     Rekstrartilfærslur
4.636,1 69,7 4.705,8
22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála
     15.      Við 22.20 Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólastig
07 Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
a.     Rekstrarframlög
285,1 115,0 400,1
b.      Framlag úr ríkissjóði
1.892,2 115,0 2.007,2
31 Húsnæðis- og skipulagsmál
     16.      Við 31.10 Húsnæðismál
10 Innviðaráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
9.053,2 1.000,0 10.053,2
b.      Framlag úr ríkissjóði
20.070,0 1.000,0 21.070,0
32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
     17.      Við 32.20 Jafnréttismál
a.     Rekstrartilfærslur
115,6 50,0 165,6
b.      Framlag úr ríkissjóði
363,8 50,0 413,8

     18.      Við 6. gr. Liður 5.1 falli brott.

Greinargerð.

    Í 4. tölul. er gerð tillaga um að 15.000 m.kr. hækkun fjármagnstekjuskatts renni sem ígildi útsvars í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
    Í 5. tölul. er gerð tillaga um aukið framlag til lögregluembættanna til þess að fjölga ársverkum í almennri löggæslu og rannsóknarvinnu
    Í 6. tölul. er gerð tillaga um aukið framlag til héraðssaksóknara til að efla embættið og tryggja málsmeðferðarhraða.
    Í 7. tölul. er gerð tillaga um að fella niður sóknargjöld og framlög til Þjóðkirkjunnar sem byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu.
    Í 8., 10., 13. og 14. tölul. er gerð tillaga um að fella brott framlög til bygginga eða endurbóta á kirkjum og mannvirkjum þeim tengdum sem meiri hluti fjárlaganefndar lagði til á þskj. 660.
    Í a-lið 9. tölul. er gerð tillaga um 3.000 m.kr. framlag vegna orkuskipta. Þar af fari 2.400 m.kr. óskipt til orkuskipta í almenningssamgöngum um allt land og 600 m.kr. til orkuskipta hjá Strætó.
    Í b-lið 9. tölul. er gerð tillaga um 3.000 m.kr. framkvæmdafé til hjóla- og göngustíga. Af þeirri fjárhæð eru 1.000 m.kr. til að flýta framkvæmdum þeirra verkefna sem eru skipulögð samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, 1.000 m.kr. til uppbyggingar hjóla- og göngustíga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 1.000 m.kr. til uppbyggingar hjóla- og göngustíga annars staðar á landinu.
    Í 11. tölul. er gerð tillaga um hækkun framlaga til að efla Samkeppniseftirlitið.
    Í 12. tölul. er gerð tillaga um hækkun framlaga til Loftslagssjóðs.
    Í 15. tölul. er gerð tillaga um framlag til að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur.
    Í 16. tölul. er gerð tillaga um hækkun húsnæðisbóta vegna verðbólguhækkunar á leigu.
    Í 17. tölul. er gerð tillaga um hækkun framlaga til Samtakanna ´78.
    Í 18. tölul. er gerð tillaga um að fella niður heimild ráðherra til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf.